39

Jæja, þá ertu orðin árinu eldri, árinu fallegri, árinu betri, árinu skemmtilegri. Árinu lengur í sambandi við rugludallinn þinn. Það er umtalsverð áskorun að finna eitthvað handa afmælispésanum Söru Páls. Það er ljóst. Hvernig er hægt að finna eitthvað sem passar, er viðeigandi, nær til þín, uppfyllir væntingar? Eitthvað sem ekki verður bara einhver afmælisgjöf.

Já það er áskorun og hefur útheimt heilabrot. Margt hefur poppað upp sem hugmynd. Ýmislegt sem í smá stund var frábært, einstakt, fyndið og allskonar, en bara ekki framúrskarandi. Það urðu því þrír hlutir fyrir valinu í ár.

Eitthvað sem nytsamlegt

Það var svo sem aldrei spurning að það þyrfti að halda áfram við að galla upp gelluna. Það voru komnar vöðlur í hús og næsta skref er auðvitað vöðlujakkinn. Sjálfselska af minni hálfu. Að halda áfram að dýfa þér inn í mitt áhugamál en það er bara svo gaman að stunda þetta með þér. Þú færð því vöðlujakka af eigin vali.

Eitthvað til að upplifa saman

Við eigum eitt líf saman. Frábært líf sem er rétt að byrja. Oft eru eins og það sé svo mikið í gangi að allt sem við gerum væri nóg fyrir mörg líf, jafnvel níu. Þann 1. apríl, kl. 20:00 eigum við miða í leikhús. Förum í leikhús Reykjavíkurborgar að sjá söngleikinn um hann Bubba. Góða skemmtun!

Ljós

Þú ert ljósið. Ljósið mitt sem færir birtu inn í alla daga mína og fólksins í kringum þig. Ég elska að vera í kringum þig og smitast af orkunni og skærri birtunni sem lýsir og vísar leið. Ég vil vera þér ljós og birta. En þar sem ég drekk ekki flugvélabensín í morgunmat eins og þú þarf ég aðkeypta orku, erlenda hönnun og smá tækni. Allt þetta kemur saman í borðstofuljósi að eigin vali sem mun lýsa þér, mér og þér, fjölskyldunni og öllu skemmtilega fólkinu sem verður gestir okkur í höllinni okkar í Lækjarhjalla 1. Sjálfum ásnum.

Hjartanlega til hamingju með daginn elsku Sara mín.