E4

E4 er fyrst og síðast umgjörð um ýmis verkefni sem unnin eru af Dadda Guðbergssyni. Í gegnum tíðina hefur hann komið að vinnu einn, eða sem þátttakandi í stærri hópi. Viðskiptavinir eru af ýmsum toga, bæði nýsköpunarfyrirtæki og stærri aðilar með langa sögu. Verkefnin hafa verið misjöfn að umfangi og viðfangið fjölbreytt en flest á sviði markaðsmála, sölu eða söluþróunar.

Nýleg dæmi eru gerð heilstæðrar alþjóðlegrar markaðsáætlunar, stafrænar herferðir, aðstoð við stafræna umbreytingu, gerð viðskiptaáætlana, skilgreining á nálgun við markaði, stjórn og skjölun hugarflæðivinnu, skerping sýnar í vöruþróun, viðburðastjórn, vefþróun, skilgreining og hönnun þjónustu við viðskiptavini, innleiðing kerfa ásamt ráðgjöf til stjórna og yfirmanna fyrirtækja. Að auki uppsetning og rekstur vefverslana og aðlögun þeirra að hefðbundnum rekstri.

E4 getur komið inn sem hluti af teymi eða sett saman teymi sem til lengri eða skemmri tíma vinnur ákveðin verkefni.

Unnið er af ástríðu með áherslu á útsjónarsemi, hröð vinnubrögð og úthald.