MÚSÍKMÝTUR 2.0 – 17. mars, 2022

Notkun tónlistar við framleiðslu hugverka – Salnum Kópavogi 

Í samstarfi við stuðningsaðila stendur E4 í annað skipti fyrir opinni vinnustofu þar sem skýrð eru út réttindi höfunda, útgefenda og flytjenda, með áherslu á það sem huga þarf að við framleiðslu sjónvarps- og útvarpsauglýsingar, kvikmynda, sjónvarpsþátta, netefnis og annara hugverka þar sem tónlist er notuð til að auka verðmæti.

Á kerfisbundinn hátt er langlífum mýtum kálað og krufin til mergjar mörg mál sem ekki ríkir sameiginlegur skilningur á.

Vinnustofan er ætluð:

  • ljósvakamiðlum
  • netmiðlum
  • framleiðendum ljósvakaauglýsinga
  • framleiðendum útvarpsefnis
  • framleiðendum sjónvarpsefnis
  • framleiðendum kvikmynda
  • framleiðendum netefnis, þar með talinna auglýsinga
  • framleiðendum samfélagsmiðlaefnis, þar með talinna auglýsinga

Að auki er vinnustofan upplýsandi fyrir:

  • hönnunarstjóra auglýsingastofa
  • viðskiptastjóra auglýsingastofa
  • dagskrárgerðarfólk ljósvakamiðla
  • fulltrúa rétthafa
  • tónlistarrétthafa
  • tónlistarráðgjafa
  • tónlistarfólk
  • aðra sem málið varðar

Dagskránni stýrir Daddi Guðbergsson sem um árabil hefur útvegað fjölda aðila leyfis til notkunar á tónlist. Ásamt honum verða með erindi Anna Tómasdóttir hjá VÍK lögmannsstofu, en hún hefur yfirgripsmikla reynslu af vinnu fyrir bæði listafólk og framleiðendur annara hugverka. Eiður Arnarsson fer yfir vistkerfi tónlistar og fulltrúar rétthafa fara kerfisbundið yfir hvaða réttinda þarf að afla til mismunandi notkunar,  Að endingu mun gefast tími til að ræða viðfangsefni, stöðu hagkerfis tónlistar og nýlegar breytingar þar á.

Efnið uppfræðir á faglegan og skemmtilegan hátt um hvað má, hvað ma ekk, og skýrir út hvernig skal bera sig að við að öflun leyfa til notkunar. Haldið er utan um viðburðinn á Facebook. Leitið að “Músíkmýtur”.

Miðaverð er aðeins 8.900 kr. Vinsamlegast skráið ykkur hér að neðan. Við sendum greiðsluhlekk um hæl.

Skáning: