Music Myths

Ráðstefna í Kaldalóni um réttindi höfunda, útgefenda og flytjenda við notkun tónlistar í önnur hugverk.

Samtónn í samastarfi við E4 og bakhjarla kynnir opna vinnustofu. Rædd verða réttindi höfunda, útgefenda og flytjenda og hvernig þarf að gæta þeirra við framleiðslu sjónvarps- og útvarpsauglýsingar, kvikmynda, sjónvarpsþátta, efnis fyrir netið og annara hugverka.

Á kerfisbundinn hátt er mýtum kálað og krufin eru til mergjar mörg mál sem eru á gráu svæði eða ekki ríkir sameiginlegur skilningur á.

Vinnustofan er ætluð fagaðilum sem bera ábyrgð á framleiðslu hugverka sem að einhverju leiti byggja á notkun tónlistar, tónlistarfólki og öðrum sem málið varðar.

Efni vinnustofunnar er ætlaða á faglegan og skemmtilegan hátt að uppfræða t.d. viðskiptastjóra auglýsingastofa um það hvaða notkun er leyfileg, hver ekki og hvernig skal bera sig að við að fá leyfi fyrir löglegri notkun. Aðrir aðilar sem beint eða óbeint tengjast framleiðslu sjónvarps-, útvarps- og netauglýsinga hagnast á þvi að þekkja til þessara mála og geta auðveldlega á staðnum kynnst fólki sem getur veitt leyfi eða samið tónlist til notkunar.

Haldið er utanum viðburðinn á Facebook. Leitið að “Músíkmýtur”.

Miðaverð er aðeins 6.000 kr. og er tekið við skráningum með tölvupósti: info@e4.is.