Gleðileg jól ástin!

Þegar lagt er af stað er gott að vita hvert maður er að fara. Þar sem við erum nú lögð af stað í skemmtilegt ferðalag er við hæfi að stinga upp á áfangastöðum. Okkar yndislega tíma saman hefur verið varið í ýmislegt og við gláp á sjónvarpsþættina The Crown, varð ljós áhugi þinn og þekking á bresku hirðinni sem er svo sem eðlilegt í ljósi sterkra áhrifa frá uppeldisárunum í Jórvíkurskíri.

Frá því að ég heillaðist fyrst þarna suður með sjó hef ég notað ýmis orð til að lýsa þér og öllum þínum fjölmörgu kostum. Frá upphafi var mér orðið „tignarleg“ hugleikið. Orðið hefur sömu meiningu og orðið glæsileg, en í þínu tilfelli finnst mér það við hæfi því það aðgreinir þig frá þeim sem eru bara glæsilegar.

Orðið vísar í glæsileika eða reisn þess sem er tign eða ber titil. Fór ég því að velta fyrir mér hvernig best væri að staðfesta hvaða augum ég lít þig. Nú og svo auðvitað færa þér ígildi þess gulls og grænna skóga sem þú átt sannarlega tilkall til. Nú voru góð ráð dýr – en ég fann leið.

Í þriggja klukkustunda fjarlægð frá Glasgow, nánar tiltekið rétt norðan við staðinn þar sem áin Feith Ghrianach fellur í Loch Loyne er skógi vaxinn lundur sem tilheyrir skosku náttúruverndarsvæði. Þar hef ég keypt í þínu nafni litla spildu lands. Nú kanntu að spyrja hvað það þýði fyrir þig, en samkvæmt fornum lögum öðlast landeigendur tign sem gerir það að verkum að þú, þessi tignarlega manneskja, skörungur og forkur, ert nú:

Lady Sara Pálsdottir

Innan tíðar berst til landsins frá skoskum embættismönnum fullbúinn pakki sem í er að finna afsal, yfirlýsing um að þú, Sara Pálsdóttir, öðlist rétt til að kalla þig Lafði eða Lady, ásamt gjafabréfi upp á endurgjaldslausa leiðsögn um svæðið.

Þangað til þarf þetta rafræna afrit að duga:

Hér sérðu myndband af því sem er á leiðinni

Svo getur þú skoðað þetta á korti: Land of Sara Pálsdóttir

Hlakka til að berja þetta augum með þér við fyrsta tækifæri.

Elska þig Lady Sara Pálsdóttir