Upplýsingar um flug til Barcelona og hótel í Sitges

Sumarið 2024 fagnar Sigurlaug Bjarnadóttir afmæli sínu í strandbænum Sitges, sem er eins og mörg ykkar vita um það bil 40 mínútur frá El Prat flugvellinum í Barcelona. Blásið verður til hátíðarkvöldverðar þann 22. júní. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Hér eru upplýsingar um flug frá Íslandi til Barcelona og nokkra gististaði, ásamt hlekk til að skoða nánar/panta á www.booking.com.

Beint flug frá Íslandi
Icelandair flýgur alla daga nema þriðjudaga og fimmtudaga.
Play flýgur alla daga nema þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
Vueling (Iberia) hefja flug 23. júní og fljúga bara tilfallandi nokkra sunnudaga

Verðið virðist hæst þegar ferðast er á þessum dæmigerðu helgarferðadögum. Eftir smá skoðun virðist hægt að fá mun betra verð þegar flogið er aðra daga. Um að gera að skoða flesta kosti. Það eru minni sveiflur á verði Icelandair. Það er alltaf best að bóka sem fyrst. Verðin hækka þegar nær dregur brottför.

Hótel
Auðvitað er smekkurinn misjafn og kröfurnar ólíkar. Þetta eru flest fjögurra stjörnu hótel og nokkuð dæmigerð sem slík. Líklega er skynsamlegt að reyna að ná öllum á, eða við, rólegri enda strandgötunnar. Það er ekki svo langur gangur milli staða.

Mörg hótelana bjóða leigu eða afnot af hjólum/rafhjólum og ýmsa þjónustu.

Calipolis
Frábær staðsetning við ströndina. Allt er þarna strangheiðarlegt og einfalt. Fínt verð.

https://www.booking.com/hotel/es/calipolissercotel.is.html?

MiM
Þetta er við hliðina á Calipolis, 150 metra frá strandgötunni. Þarna er vinsæll þakbar og lítil sundlaug sem hvort tveggja er vinsælt seinnipartinn. Herbergin eru aðeins meira modern heldur en á Calipolis. Verðin eru svipuð.

https://www.booking.com/hotel/es/mim-sitges-spa.html?

Sunway Playa Golf
Við vestari enda strandgötunnar er stórt íbúðahótel sem látið er vel að. Það er í stærra lagi og mikið um að vera en jafnfram beinn aðgangur að golfvelli. Íbúðirnar eru ýmist eins eða tveggja herbergja. Þær minni 40 fm og stærri um 50 fm. Ef fjórir gista í eins herbergis íbúð er sofið á svefnsófa í stofu. Þegar leikið er golf á Terramar vellinum geta gestir byrjað á þeirri holu sem er næst hótelinu en það þarf að tékka.

https://www.booking.com/hotel/es/sunwayplayagolf.html?

Inni á golfvellinum er svo fimm stjörnu Eurostars hótel. Kostar meira og þá meiri íburður. Heitur pottur á svölunum í flestum herbergjum, vönduð heilsulind og allt svona frekar grand.

https://www.booking.com/hotel/es/eurostars-sitges-es.html?

Svo eru hér nokkrir valmöguleikar sem allir hafa ýmsa kosti en eru á hærra verði.

https://www.booking.com/hotel/es/casa-vilella.html?

https://www.booking.com/hotel/es/me-sitges-terramar.is.html?

Fjölskyldan þekkir ágætlega Melia hótelkeðjuna. Þetta hótel er staðsett alveg hinu megin (austanmegin í bænum).
https://www.booking.com/hotel/es/melia-sitges.is.html?