Fermingargjöfin þín er algjört ævintýri…

Eftir 5 daga, FIMM daga, ertu á leiðinni út á flugvöll. Þaðan tökum við flugið áleiðis til Ítalíu. Lendum í Verona í háu UV gildi. Vertu klár í að tana.

Við erum að púsla saman ævintýraferð þar sem koma við sögu verslunarferðir, sólbað, skakkur turn, gondólar, fyrsti háskólinn þar sem konur fengu að stunda nám og sjálfur Galileo var kennari. Hágæða stopp verður gert við Garda, eða Como vatnið. Fer eftir veðri.

Alla vega, ekki gera nein plön í 10 daga því þú verður upptekin við að drekka í þig menningu og mannlíf Ítalíu. Já og geisla sólarinnar.

Hjartanlega til hamingju með áfangann. Þú ert svo mikill snillingur! Við ELSKUM ÞIG!

Komdu með okkur: Verona – Pedua – Feneyjar – Milano – Riccione – Pisa – Modena – Garda – Como

Mamma, Daddi og Breki Páll